Ævintýri skáta í Japan

Þeir eru þreyttir en ánægðir íslensku skátarnir sem sóttu heimsmót skáta í Japan, en þeir komu heim um liðna helgi og lauk þar þriggja vikja ævintýraferð. Fyrst var þátttaka í heimsmóti skáta og síðan tók við gistidagskrá hjá japönskum fjölskyldum, auk sameiginlegrar ferðar sveitarinnar um Japan þar sem meðal annars Tokyo og Fuji fjall voru heimsótt.
Íslenskir skátar heimsóttu jafnaldra sína í Japönskum skóla

Íslenskir skátar heimsóttu jafnaldra sína í Japönskum skóla

„Ferðin var ótrúlegt ævintýri fyrir íslenska hópinn sem við eigum eftir að muna lengi,“ segir Birgir Ómarsson einn fararstjóranna þriggja.

Skemmtileg ferð með frábærum krökkum.

Í hópnum frá Íslandi voru áttatíu skátar. Um sextíu þeirra voru almennir þátttakendur á aldrinum 14-17 ára en aðrir tóku þátt í starfsmannabúðum heimsmótsins eða voru í fararstjórn. World Scout Jamboree í Japan er 23. heimsmót skáta. Rúmlega þrjátíu þúsund skátar frá yfir 150 þjóðum tóku þátt í mótinu, bæði sem þátttakendur í almennri dagskrá mótsins eða sem stafsmenn og héldu þannig öllu vel virku og gangandi. Mótið sjálft stóð í 11 daga, frá 28. júlí til 8. ágúst. Eftir mótið gistu þátttakendur í tvær nætur á japönskum heimilum sem var mikil upplifun fyrir okkar krakka. Að lokum var ferðast um Japan þar sem m.a. annars hið fræga fjall Mt. Fuji var heimsótt en síðustu dagarnir voru í Tokyo.

Ekkert Hótel mamma á skátamótum

Ekkert Hótel mamma á skátamótum

Á heimsmóti skáta er gengið út frá því að skátarnir séu sjálfum sér nægir, þeir sofa í tjöldum, elda allan mat sjálfir og sjá um sitt svæði. Mikill hiti var í Japan á meðan á mótinu stóð og þurfti íslenski hópurinn að læta að aðlagast óvenjulegum aðstæðum en hitinn fór yfir 44 gráður þegar tillit er tekið til rakans sem var mjög mikill. Brýnt var fyrir öllum gullna þrenningin; drekka mikið, nota höfuðfat til varnar sólstingi og bera reglulega á sig sólarvörn. Hitinn, ólíkar matarvenjur og fjölbreytt skordýraflóra var eitthvað sem okkar fólk þurfi að læra á og það tók ekki nema 3-4 daga fyrir okkar krakka að verða útlærð í þeim fræðum. Allir búa í þröngum tjaldbúðum og þátt fyrir ólíka menningarheima, ólík trúarbrögð og jafnvel átök milli þátttökuþjóða heima fyrir ríkir sátt og samlyndi meðal skáta, en einkunnarorð mótsins var „samheldni“ eða WA á tungumáli gestgjafanna.

Eftir mót var gist hjá japönskum fjölskyldum

Eftir mót var gist hjá japönskum fjölskyldum

Fjölbreytt dagskrá og alþjóðlegur suðupottur.

Heimsmótið var mikið ævintýri bæði fyrir almenna þátttakendur sem og sjálfboðaliða í vinnubúðum. Þátttakendur komu frá um 150 þjóðum og það eitt út af fyrir sig gerir mótið að kraumandi reynslupotti fyrir alþjóðleg samskipti.

Inntak dagskrárinnar á heimsmóti skáta í Japan var skilningur, virðing og umburðalyndi gagnvart öðru fólki. Birgir segir að það sé lykillinn af friðsömum samskiptum milli manna og þar sem skátahreyfingin sé ein stærsta friðarhreyfing í heimi fái þessar áherslur að njóta sín. Minningarathöfn í Hiróshima var haldin meðan á heimsmótinu stóð og áttu íslenskir skátar fulltrúa þar. Íslensku skátasveitirnar heimsóttu Japanska skóla og áttu þar ánægjuleg samskipti við nemendur sem tóku vel á móti hópunum.

Margvísleg önnur þemu voru í dagskránni s.s. náttúra, vísindi og menning. Við eigum eftir að fá nánari ferðasögur frá þátttakendum sjálfum. Af Facebook færslum að dæma verður af nægu að taka. Skátarnir gátu kynnt sér aðrar þjóðir og trúarbrögð þeirra, þar sem skátar kynna jafnöldrum lífið í sínu landi. Jafningjafræðsla eins og hún gerist best.

Brosað gegnum hitann

Brosað gegnum hitann

Stefna sett á næstu skátamót

Skátarnir voru alls ekki búin að fá nóg af skátastarfi þegar haldið var heim. „Spurning um að plana næstu ferð,“ er meðal komment sem heyrðust. Þar verður af nægu að taka næstu ár, landsmót skátabandalaga um allan heim á næst og þar næsta ári, en næsta heimsmót (World Scout Jamboree) verður haldið árið 2019 í Bandaríkjunum og þá sameinast skátabandalög Bandaríkjanna, Kanada og Mexikó um að halda það.

 

Tengt efni:

Fréttayfirlit frá heimsmóti skáta í Japan

Myndaalbúm

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar