Æfingahelgi hjá heimsmótsförum

Nú um helgina eru íslensku heimsmótsfararnir með æfingahelgi, en eins og flestir  vita verður Heimsmót skáta haldið í sumar og að þessu sinni í Japan. Á þetta 23. heimsmót koma saman 30 þúsund skátar frá um 150 löndum og dvelja í um tvær vikur við leik og störf. Þátttakendur á mótinu eru á aldrinum 14-17 ára, en einnig eru margir eldri í starfsmannabúðum.
Samstilling = stillt saman?

Samstilling = stillt saman?

V__C7BD

Umhverfi tjaldbúðanna á heimsmótinu verður töluvert ólíkt því sem er í æfingaútilegunni um helgina

Frá Íslandi fara 80 íslenskir skátar og hefur undirbúningur staðið yfir í rúmt ár enda að mörgu að hyggja. Ferðalagið til Japan eitt og sér er ekki einfalt en ferðast er yfir hálfan hnöttinn.  Það mun taka ferðalangana um 28 klukkutíma frá því þeir leggja af stað frá Skátamiðstöðinni í Hraunbæ þar til þau ganga inn á mótssvæðið.

Það er því ekki að ástæðulausu sem hópurinn sló upp æfingabúðum enda mikilvægt að ná að hrista hópinn saman og æfa praktísk atriði áður en lagt er upp.

Friður og umhverfisvernd

Dagskráin sem boðið er upp á í Japan er ákaflega fjölbreytt og mun engum leiðast þann tíma sem mótið stendur. Vinátta er mikilvægur þáttur í henna og fá þátttakendur tækifæri á að kynnast fólki frá öllum heimshornum. Nútímatækni gerir þeim mögulegt að halda sambandi eftir mótið og öruggt að margir munu eignast nýja vini fyrir lífstíð.

Birgir Ómarsson, einn þriggja fararstjóra íslenska hópsins, minnir á að skátahreyfingin sé ein stærsta friðarhreyfing í heimi og því fjalli stór hluti dagskrárinnar um mikilvægi friðar. Unnið er á móti fordómum enda frábært tækifæri þegar saman koma ungir skátar frá nánast öllum löndum heims. „Þarna fá krakkarnir frábært tækifæri að kynnast jafnöldrum og komast að því að við erum öll mjög lík þegar vel er að gáð,” segir hann.

Umhverfisvernd er einnig stór hluti af dagskrá Heimsmóta enda lofa skátar því að skilja við jörðina betri en hún var og leggjum sinn skerf til þeirra mála.  Margir dagskrárliðir eru helgaðir umhverfinu.

Margar hendur vinna létt verk. Samvinna er lykilatriði í útilegum.

Margar hendur vinna létt verk. Samvinna er lykilatriði í útilegum.

6. og 9. ágúst 1945

Hluti af friðadagskrá er afmælisdagskrá í tilefni þess að  70 ár eru síðan kjarnorkusprengjum var varpað á borgirnar Hirosima og Nagasagi en borgirnar verða heimsóttar á meðan mótinu stendur. Það er góð áminnig um mikilvægi friðar í heiminum.

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar