Aðlagað óskum skátafélaga

„Skátafélögin hafa verið dugleg að fá námskeið um innleiðingu á starfsgrunninum“, segir Ingibjörg Hannesdóttir fræðslustjóri í Skátamiðstöð. Á síðasta ári sóttu um 200 skátaforingjar námskeið sem kölluð eru Innleiðing í áföngum.

„Við höfum þróað námskeiðin til að mæta betur þörfum félaganna og þeim veruleika sem þau búa við,“ segir Ingibjörg. „Innleiðingin er þannig hugsuð í áföngum enda eðlilegt að taka tíma í slíkar breytingar. Stór hluti skátafélaga landsins sendu sitt fólk á innleiðingarnámskeið á síðasta ári. Félögin sýna þarna mikinn faglegan metnað og vilja gera gott starf enn betra“. Ingibjörg segir innleiðingarforingja félaganna einnig eiga heiður skilið fyrir sína framgöngu innan félaganna og fyrir einurð í að nýta sér þann stuðning sem Skátamiðstöðin býður upp á í innleiðingu starfsgrunnsins. „Það er gaman að sá þegar nýju áherslurnar fara að virka í starfinu og foringjarnir fara að kvarta góðlátlega yfir því að góð mæting skátanna sé orðið lúxusvandamál og sveitirnar stækki sífellt þannig að næsta verkefni sé að finna fleiri foringja!“.

Stundum er gott að fara aðeins út.

Stundum er gott að fara aðeins út.

Gulir miðar koma sér alltaf vel!

Gulir miðar koma sér alltaf vel!

Gleði á innleiðingarnámskeiði Klakks og Eilífsbúa á Sauðárkróki

Gleði á innleiðingarnámskeiði Klakks og Eilífsbúa á Sauðárkróki

 

Fjögur sjálfstæð námskeið

Innleiðingarnámskeiðin eru fjögur og hefur áherslum innan þeirra verið hnikað eftir ábendingar frá félögunum að sögn Ingibjargar. Um er að ræða kvöld- eða hálfsdagsnámskeið sem félögin fá til sín. Þá er lögð áhersla á að halda kostnaði við námskeiðin lágum. Þannig sé auðvelt fyrir félögin að fá námskeið oftar en einu sinni, ef þörf er á upprifjun eða miklar breytingar verða í foringjahópnum.

  • Á fyrsta námskeiðinu er ferið yfir aðferðafræðina á einu bretti. Gefið er yfirlit yfir skátaaðferðina, flokkakerfið og dagskrárhringinn. Í tengslum við skátaaðferðina er farið yfir hver staðan er í félaginu.
  • Annað námskeiðið fjallar um fjölgun fullorðinna sjálfboðaliða.
  • Það þriðja tekur fyrir markmiða- og hvatakerfið í heild sinni þar sem fjallað er um áfangamarkmið, þroskaferil skátans og sérkunnáttu.
  • Fjórða og síðasta námskeiðið tekur fyrir táknræna umgjörð og gildi skáta. Fjallað er um táknrænar fyrirmyndir og unnið með skátalög og skátaheit.

Ingibjörg segir að það hafi sýnt sig að það sé hagkvæmara fyrir félögin að aðferðafræðina á einu bretti, þ.e. yfirlit yfir skátaaðferðina, flokkakerfið og dagskrárhringinn. „Það virðist vera eðlilegast að byrja á þessum þremur þáttum og þess vegna höfum við lagt áherslu á þennan hluta í vetur,“ segir hún.

Ingibjörg fræðslustjóri í útskýringarham.

Ingibjörg fræðslustjóri í útskýringarham.

Allir styðja alla

Ingibjörg hvetur skátaforingja til að hafa samband. „Símtal eða tölvupóstur og svo er allaf heitt á könnunni í Skátamiðstöðinni og allir velkomnir í heimsókn“ segir Ingibjörg. „Við erum til þjónustu reiðubúin.“ Þá minnir hún á hópa á Facebook, en myndaðir hafa verið hópar í kringum hvert aldursstig sem eru mjög góður vettvangur til skoðanaskipta fyrir foringja og til að leita stuðnings hvert hjá öðru innan hvers aldursstigs. „Foringjar eru í sífellt meiri mæli að nýta sér þennan möguleika,“ segir hún. Hóparnir heita Drekatemjarar Íslands, Fálkatemjarar Íslands, Dróttskátatemjarar Íslands og Rekkatemjarar Íslands.

Nánari upplýsingar:
Ítarlegri lýsingu á innihaldi námskeiðanna er að finna hér : 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar