8 skátar fá Forsetamerki

Árleg afhending Forsetamerkis skátahreyfingarinnar fór fram í Bessastaðakirkju í dag 23. september  að viðstöddum viðtakendum viðurkenningarinnar, forystufólki BÍS, og aðstandendum forsetamerkishafa.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti  Forsetamerkið í Bessastaðakirkju  og hafa þegar tæplega 1400 skátar hlotið þessa viðurkenningu, en að þessu sinni voru viðtakendur 8.
Að athöfn lokinni var gestum boðið til kaffisamsætis í Bessastaðastofu.
Forsetamerkið er æðsta viðurkenning sem rekkaskátar geta unnið að og að baki viðurkenningarinnar liggur mikil vinna hjá þeim er merkið hljóta.
For­seta­merkið var fyrst af­hent 24. apríl 1965 af Ásgeiri Ásgeirs­syni, þáver­andi for­seta Íslands. All­ar göt­ur síðan hef­ur for­seta­merkið verið af­hent ár­lega í Bessastaðakirkju.
Forsetamerkishafar 2017
Jakob H. P. Burgel Ingvarsson, Skátafélagið Fossbúar
Úlflur Kvaran, Skátafélagið Fossbúar
Gunnar Ingi Sverrisson, Skátafélagið Árbúar
Óli Björn Sigurðsson, Skátafélagið Árbúar
Atli Þór Erlingsson, Skátafélagið Hraunbúar
Sölvi Ólafsson, Skátafélagið Hraunbúar
Inga Lilja Þorsteinsdóttir, Skátafélagið Vífill
Þór Hinriksson, Skátafélagið Kópar

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar