10 NÝJAR LEIÐIR Í SKÁTASTARFI

10 nýjar leiðir í skátastarfi“ er átaksverkefni á vegum Bandalags íslenskra skáta. Markmið verkefnisins er að prófa nýjar leiðir til að auðvelda inngöngu barna og ungmenna í skátastarf, auka aðgengi og efla gæði starfsins.

Vonast er til þess að 10 nýjar leiðir í skátastarfi muni veita öðrum innblástur og verði nýttar sem fyrirmyndarverkefni fyrir skátastarf á Íslandi.

Í boði eru 13 styrkir alls:

7 styrkir á 100.000 kr. hver og 6 styrkir á 50.000 kr. hver.

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2018.

Styrkir verða afhentir á Skátaþingi 7. apríl 2018.

Áherslur nýrra leiða í skátastarfi gætu til dæmis verið:

  • Samfélagsverkefni
  • Samstarf við skóla
  • Samstarf við sveitarfélög
  • Samstarf við önnur félagasamtök
  • Fjölmenningarlegt skátastarf
  • Auka aðgengi að skátastarfi fyrir börn með sérþarfir
  • Auka aðgengi að skátastarfi fyrir börn sem eru í hverskonar minnihlutahópum
  • Aðrar áherslur _________

Við vísum á Styrktarsjóð skáta fyrir umsóknir um aðrar nýjungar í starfi skátafélaganna, útgáfu innan skátahreyfingarinnar, stofnstyrki vegna nýrra skátaheimila eða skátaskála, fræðslumála innan skátahreyfingarinnar og styrki sem auðvelda efnaminni skátum og skátafélögum þátttöku í viðburðum tengdum skátastarfi.

Verkefnið er innblásið af finnska skátabandalaginu sem fór af stað með verkefnið „100 nýjar leiðir í skátastarfi“
Smelltu hér til að sjá hugmyndir Finna að nýjum leiðum í skátastarfi.

Umsóknir sendist á skatar@skatar.is
Hér má finna eyðublað fyrir styrktarumsókn.