Nú fer skátastarfið af stað aftur eftir sumarfrí! Allir velkomnir!

Skátar á aldrinum 7-9 ára nefnast drekaskátar. Í augum barnanna er skátastarfið sannkallað ævintýri, leikir og spennandi verkefni í hópi jafnaldra.

Skátar á aldrinum 10-12 ára nefnast fálkaskátar. Skátastarf er skemmtilegt og þannig á það að vera, ef starfið er ekki skemmtilegt – þá er það ekki skátastarf.

Skátar á aldrinum 13-15 ára nefnast dróttskátar. Það er frábært að taka þátt í dróttskátastarfi, skátarnir undirbúa og framkvæma verkefni sem hópinn langar til að vinna að.

Skátar á aldrinum 16-18 ára nefnast rekkaskátar. Rekkar vinna að forsetamerkinu í sínu starfi og eru sjálfstæðir og ævintýragjarnir.

Í skátunum lærum við af reynslunni, við veljum okkur verkefni og leiki sem vekja áhuga okkar og okkur finnst spennandi.
Skátarnir lenda sífellt í ævintýrum og skemmta sér í hópi traustra vina og jafningja.

Smelltu hér til þess að finna það skátafélag sem er næst þér.

Skráðu þig í skátana hér!

 

 

 

Hér má finna skátana á Facebook.

Hér má finna skátana á Instagram.