Sjóarar, Hafmeyjar og Hvalir á Hellisheiði

Síðustu helgi fóru þrjár fálkaskátasveitir úr Ægisbúum og Selum á Hellisheiðina í sveitarútilegu og gistu í Kút og Bæli. Sveitirnar sem fóru í útleguna voru Sjóarar og Hafmeyjur úr Ægisbúum og Hvalir úr Selum á Seltjarnarnesi.
Í snjónum á Hellisheiði

Í snjónum á Hellisheiði

Krakkarnir voru mjög duglegir alla helgina og lærðu marga nýja hluti þrátt fyrir erfitt veður, eins og ferðasaga frá stelpum úr Hafmeyjum ber með sér.

„… aðeins seinna að sofa en venjulega.“

Föstudagurinn 3. október

Fyrst hittust allir upp í skátaheimili, Ægisbúð. Þar var tékkað á hvort allir væru komnir og svo var sameinað í bíla. Svo lögðu allir af stað en nokkrir villtust á leiðinni og þurftu að leita að réttri leið í myrkrinu. Þegar allir voru komnir þá byrjuðum við að labba í skálana, slökktum öll vasaljós og lærðum að sjá í myrkri.

Þegar komið var í skálana og búið að koma sér fyrir þá fóru allir út í næturleik. Þá byrjaði að snjóa og allir voru glaðir og skemmtu sér vel. Svo fóru allir að hátta sig, spjalla og spila saman og fóru aðeins seinna að sofa en venjulega.

Hressir krakkar á Hellisheiði

Hressir krakkar á Hellisheiði

 

Snjóskýli, snjóljón og snjóvirki

Laugardagur 4. október

Við vöknuðum um átta og fengum okkur morgunmat og klæddum okkur í hlý föt þar sem það var komin mjög mikill snjór úti. Allir hjálpuðu til að búa til snjóskýli, snjóljón og snjóvirki. Þegar allir voru orðnir blautir og svangir fengum við okkur hádegismat og byrjuðum á því að safna snjó og bræddum hann til þess að fá vatn.

Óþrjótandi byggingarefni hvert sem litið er

Óþrjótandi byggingarefni hvert sem litið er

Eftir hádegi fóru allir í göngutúr og í leiki. Allir komu rennandi blautir til baka eftir mikinn vind, snjó og haglél. Þegar leið á daginn fóru allir að verða svangir og ákveðið var að fara að elda kvöldmat. Þegar allir voru komnir í Bæli og búið var að reyna að kveikja eld til þess að grilla sem tókst ekki vegna veðurs kom í ljós að gasið væri líka búið. Þá þurfti að redda því og bíða með það að borða kvöldmat. Við höfðum kvöldvöku, vígslu og ýmsa leiki á meðan við biðum eftir gasinu. Þegar gasið loksins kom urðu allir rosalega glaðir og byrjuðu að fá sér kvöldmat. Þegar allir voru saddir og sælir fóru allir að sofa enda mikið búið að gerast um daginn.

Göngugarpar

Göngugarpar

Kósý og tiltekt

Sunnudagurinn 5.október

Við vöknuðum aðeins seinna en daginn áður, höfðum það kósý og fórum svo að taka til í skálanum. Þegar allir voru búnir að pakka dótinu sínu og taka til í skálanum fóru allir út og byrjuðu að rölta til baka. Það var ákveðið að ganga alveg út að afleggjara þar sem það var erfitt fyrir bíla að keyra jafn nálægt og á föstudeginum. Við löbbuðum því í mjög góðu veðri og gekk vel að labba til baka

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar