Skátar fara í útilegur og ferðalög, þeir syngja og sprella, spila tónlist og klífa fjöll, leika leikrit og sigla á kajökum, smíða, mála, klippa, tálga, dansa og byggja snjóhús – viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og hugurinn girnist. Það eru nefnilega þátttakendurnir sjálfir, í sínum litlu hópum, sem ákveða hvað þeir vilja fást við. Hvernig væri nú að þú myndir koma og vera með? Smelltu á krækjuna hér að neðan og kynntu þér málið!